Snjóflóðanámskeið í nágrenni Reykjavíkur!

Tæplega 40 nýliðar I og II eru þessa helgina á snjóflóðanámskeiði undir handleiðslu hafnfirskra undanfara, með dyggri aðstoð snjósérfræðinga HSSR. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrahaldi á Malarhöfðanum í bland við verklegar æfingar ofan snælínu Skálafells, við sérdeilis prímaaðstæður. Snjótroðarar fá þá allavega að komast út og viðra sig við það að moka upp snjóflóðum tvist og bast út um allar brekkur! Á morgun verður haldið áfram og æfð leit og björgun úr snjóflóði – allir áhugasamir félagar velkomnir.

—————-
Texti m. mynd: við stangaleit í Skálafelli í dag
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir