Nýtt met í boltanum

Mætingin hefur aldrei verið betri í boltanum en núna og má segja að nýtt met hafi verið slegið er 27 einstaklingar mættu í furðufatabolta síðastliðið miðvikudagskvöld.

Eftir bolta var tekin smá fundur og ákveðið að bæta öðrum sal við og munum við því framvegis keyra 4-6 lið í tveimur sölum. Tími og staðsetning helst óbreytt nema núna höfum við sali 1 og 2. Munum því vonandi allir fá að spila nægju sína sem og pláss til að athafna sig innan vallar.

Eins og áður er boltin haldin kl 22:00 í Vodaphone höllini að Hlíðarenda.

—————-
Texti m. mynd: Furðufatabolti með réttu !
Höfundur: Frímann Ingvarsson