Páskaferð HSSR 2010

Nú er komið að því, páskarnir eru á næsta leyti og ætlar Tækjahópur HSSR að bjóða upp á ferð norður að Skjálfanda. Farið verður á fimmtudeginum 1. apríl og komið heim mánudaginn 5. apríl. Gerum við ráð fyrir að slá upp tjaldbúðum í Naustavík við Skjálfanda en þangað er stuttur göngutúr frá bænum Björg við Köldukinn.

Þaðan verður síðan gert út í þá leiðangra sem menn vilja taka sér fyrir hendur, með eða án stuðnings tækjó. Svæðið býður upp á fjöbreytta möguleika til skíðaástundunar, gönguskíðaferða eða jafnvel ísklifurs og toppatrítls ef aðstæður verða fyrir hendi.

Allir að taka með sér sundföt, reynt verður að taka eina kvöldstund í laugina og aldrei að vita nema að stoppað verði einhverstaðar á bakaleiðinni og tekinn stuttur sundsprettur.

Á laugardagskvöldið verður páskalambinu síðan fórnað á altari grillmeistaranna.

Allir að muna eftir páskaeggjunum og helst stærra eggi en tjaldfélaginn er með og jafnvel toppa þetta með smá mjólkurdropa.

Allar nánari upplýsingar er að fá hjá Frímanni (frimanni@simnet.is)
og skráning fer fram á Korkinum.

Með bestu kveðju.
Frímann, Arnar og Halldór Ingi Ingimarsson.

—————-
Texti m. mynd: Yfirlitsmynd af áfangastað !
Höfundur: Frímann Ingvarsson