Rathlaup

Í dag fimmtudaginn 25. mars ætlar Rathlaupsfélagið Hekla að vera með stutt kynningar-rathlaup (Orienteering) fyrir HSSR. Rathlaup er ný íþrótt á Íslandi en mjög vinsæl víða um heim og þó sérstaklega í Skandínavíu. Í rathlaupi fá hlauparar sérstök rathlaupskort sem þeir þurfa svo að nota til þess að finna fljótlegustu leið milli staða. Hlaupið er mjög góð æfing í kortalestri og rötun um leið og það eykur úthald. Þetta er því tilvalin íþrótt fyrir björgunarsveitafólk. Hlaupaleiðin verður opin frá 17 til 18 og byrjar fyrir framan Kjarvalsstaði. Ræst er með um 1 mín. millibili og því ekki nauðsynlegt fyrir fólk að mæta á slaginu. Farið verður lauslega yfir kortið og reglur áður en hlauparar leggja af stað. Hlaupið verður á Miklatúni en það svæði hentar mjög vel sem fyrsta hlaup. Ekki er krafist þess að fólk séu góðir hlauparar því í boði verða tvær vegalengdir eftir getu fólks (þeir sem lengra eru komnir taka báðar). Venjulegur hlaupafatnaður hentar vel í þetta hlaup, en ekki er þörf á áttavita. Seinna í vor eða 18. maí verður síðan í boði hlaup fyrir HSSR í Elliðaárdalnum sem er meira krefjandi. Því er upplagt að mæta á fimmtudaginn og prófa. Við hvetjum alla til þess að láta sjá sig og vinir og vandamenn eru að sjálfsögðu velkomnir. Rathlaupsfélagið Hekla www.rathlaup.is

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson