Hálendið heillar.

Síðastliðinn föstudag héldu Sigga, Maddi og Matti inn á Nyrðra-Fjallabak til að taka þátt í hálendisgæslunni. Þetta er fyrsta vikan af rúmlega þremur í beit sem HSSR tekur að sér í sumar.
Verkefnið er geysiskemmtilegt, óþrjótandi ástæður til að kanna alla afkima svæðisins í leit að einhverjum sem kominn er í vandræði. Og reyndar fannst einn, sem var allt að því kominn í vandræði. Einbíla jeppamanni var snúið frá Gnapavaði á Tungnaá. Þarna má segja að björgunarsveitin hafi komið að mestu gagni, þe. að koma í veg fyrir tjón sem mjög líklegt má telja að orðið hefði. Þá voru nýju fjallabörurnar notaðar við að bera konu með snúinn ökkla niður úr Bratthálsi austan Álftavatns.

Í næstu viku verður Reykur 2 svo á Syðra fjallabaki og í beinu framhaldi af því verður bíllinn á Dyngju og Kverkfjallasvæðinu um Verslunarmannahelgina og vikuna þar á eftir.

Skemmtilegt vekefni sem vonandi verður framhald á á næstu árum.

—————-
Texti m. mynd: Sigga flotinn og Marteinarnir við Álftavatn.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson