Eftir nýliðafundinn á þriðjudaginn var áhugasömum boðið í göngutúr á Helgafell í Hafnafirði. Farin var hefðbundin leið upp úr Valahnúkaskarði og tekið stutt stopp uppi á toppinum, skrifað í gestabókina, nestis neytt og fjallasýnarinnar notið.
Svo var haldið áfram yfir Fellið, niður í gegnum gatið og svo til baka meðfram fjallsrótum austurfyrir.
Nýliðarnir stóðu sig vel og hópurinn náði aftur vel fyrir sólarlag þrátt fyrir berjatínslu og spjall. Sveitarfélagar nutu samvistanna við þetta hressa fólk sem mun sæma sig vel í starfi Sveitarinnar.