Umsóknarfrestur og fyrstu námskeið nýliða

Næstkomandi þriðjudag, 9. september kl. 18 að Malarhöfða 6, verður fyrsta viðburðurinn í þjálfun nýrra nýliða. Það er undirbúningur fyrir námskeiðið Ferðamennska og rötun og verður farið yfir pökkun í bakpoka og önnur nauðsynleg þekkingaratriði. Við minnum á að umsóknarfrestur rennur út að kvöldi þess sama dags. Umsóknum er skilað rafrænt og er slóðin bit.ly/hssr-umsokn-2014.

Um næstu helgi, 12.-14. september, verður fyrsti stóri viðburðurinn fyrir nýliða 2014-16 haldinn, en það er helgarnámskeiðið Ferðamennska og rötun sem haldið verður við Úlfljótsvatn. Þetta er mikilvægt grunnnámskeið sem liggur til grundvallar flestu því sem gerist eftirleiðis í þjálfuninni þannig að áríðandi er að nýliðar mæti þar.

Bæklingur til kynningar nýliðaþjálfun 2013-15 er hér http://issuu.com/hssr/docs/hssr-nylidabaeklingur-2014. Sé frekari upplýsinga þörf er hægt að senda nýliðaforingjum póst á netfangið hssr.nylidar.2014 hjá gmail.com

Við vonumst til þess að sjá sem flesta í sterkum og öflugum hópi nýliða.