Kynning á nýliðastarfi HSSR

ER1_8104
Þriðjudaginn 2. september heldur HSSR kynningarfund á nýliðastarfi sínu sem byrjar nú í september. Nýliðaþjálfunin er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi björgunarsveita og hafa áhuga á útivist.

Kynningarfundurinn hefst klukkan 20:00 og er haldinn í húsnæði sveitarinnar á Malarhöfða 6. Miðað er við að félagar á fyrsta ári séu fæddir 1996 eða fyrr.