Stofnun samtaka hollra vina eða bakhjarla HSSR

Stjórn HSSR boðar til fundar um stofnun samtaka hollra vina eða bakhjarla HSSR, og eru allir sem hafa einhvern tíma verið félagar, eða eru félagar velkomnir á fundinn sem verður haldinn;

í húsnæði HSSR að Malarhöfða 6, miðvikudaginn 17.september  2014  kl 20:00.

Vorið 2013 ákvað stjórn HSSR að hefja vinnu sem miðaði að því að ná saman á einn stað  nöfnum sem flestra félaga, sem einhvern tíma hafa starfað innan vébanda HSSR.

Stjórn sveitarinnar vill með þessu  reyna að endurnýja sambandið við gamla félaga sveitarinnar og stuðla að endurnýjuðum kynnum meðal  gamalla félaga, með það að markmiði að úr geti orðið einhverskonar hollvinasamtök vina eða bakhjarla, hópur eldri og reyndari félaga sem getur stutt við starfsemi HSSR með margvíslegu móti.

Undirbúningsnefndin hefur unnið talsvert starf við að samræma ýmsa félagalista og finna frekari upplýsingar um hvern og einn, eins og t.d. netföng. Nú er búið að skrá á nýjan lista milli 600 og 700 félaga, en þar af er u.þ.b. helmingurinn enn  skráður á einhverskonar félagalista innan HSSR.

Stefnt er að því að samtökin verði málefnamiðuð samtök sem taki að sér ýmiskonar vinnu við málefni sem hinir starfandi félagar eru ekki að sinna, en koma HSSR til góða.

Hugmyndin er að á fundinum verði kosin 5-7 manna stjórn samantakanna til 2-3 ára. Stjórnin verði ábyrg gagnvart stjórn HSSR og gefur henni stutta skýrslu um starfsemi samtakanna í lok hvers árs.

Undirbúningshópurinn telur áríðandi að halda starfseminni eins einfaldri og helst skemmtilegri, þannig að reyna megi eftir megni að endurupplifa „ævintýrið“ að vera félagi í hjáparsveit, og gera í leiðinni „gömlu sveitinni“ sinni eitthvert gagn.

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík óskar sérstaklega eftir að SJÁ ÞIG á fundinum, og vonar að ÞÚ getir áfram átt gott samstarf með gömlum og nýjum félögum innan HSSR.

Nánari upplýsingar um fundinn verða sendar út í byrjun september.

Þeir sem vilja geta sent upplýsingar um netfang sitt á bensi.grondal@simnet.is

f.h. undirbúningshópsins:

Benedikt Þ Gröndal

Eggert Lárusson

Laufey Gissurardóttir