Þverun straumvatna 2014

HSSR og nýliðar 2 skelltu sér í Krossána seinasta laugardag 6. sept. Þetta er eitt blautasta námskeið sem fólk kemst á. Byrjuðum í rólegu vatni upp að hnjám og enduðum í bringuháum holum. Fórum yfir öll öryggisatriði, frá því að kasta kastlínu og pendúla mannskap yfir Krossá yfir í hvernig á að synda í straumvatni. Eftir nokkurra tíma sull voru flestir kaldir en góðir, þá var ferðinni heitið í smá gilabrölt og skoða fossa í Gígjökli eins og hópmyndin sýnir hér að neðan. Þakka gott námskeið.

–Halldór Ingi Ingimarsson
Þverun straumvatna 2014