Hjólaferð 9.-10. september

Næstkomandi föstudag, þann 9. september verður haldið í hjólaferð HSSR. Þetta er ferð fyrir alla hressa HSSR liða og einu takmörkin sem eru sett er að reiðhjólið líti út fyrir að duga ferðina. Það þarf með öðrum orðum ekki að mæta með fjallahjól upp á 1/2 milljón til að komst með.
Mæting er kl 19:00 með reiðskjótana og þeir teknir út af fararstjóra og síðan pakkað í kerru. Síðan er farið heim að smyrja nesti og sofa.Á laugardeginum verður lagt af stað frá M6 kl 07:00 og ekið í Borgarfjörðin, síðan verður hjólað um Langavatnsdal á Snæfellsnesi fá Svignaskarði og yfir á Skógarströnd. Þar verður hópurinn pikkaður upp aftur og ekið með hann á Gufuskála þar sem verður gist. Á Gufuskálum verður farið í heitapottinn og lemstraðir leggir og fákar fá viðgerð.
Á sunnudeginum verður hjólað frá Gufuskálum yfir Jökulháls og endað við Vatnshelli og hann skoðaður, síðan haldið til byggða að því loknu.
Gisting á Gufuskálum kostar 1500 kr. nóttin, tækjahópur sér um skuttlið.
Skránig er hafin á korknum og töluverður fjöldi er búin að skrá sig þar.
Tinni og Dr. Jón eru þegar búnir að skrá sig svo það lítur út fyrir mikil skyndihjálpar-æfintýri.

—————-
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson