Lykilfundur sunnudaginn 18. september

Lykilfundur verður haldinn sunnudaginn 18.september frá klukkan 9.00 til 15.30. Gert er ráð fyrir þrem aðilum frá hverjum útkallshópi (þar með talið hópstjórum) auk stjórn, nýliðateymi, fulltrúum í svæðisstjórn og stjórnendum í alþjóðasveit. Verið er að leggja lokahönd á dagskrá og verður gengið endanlega frá henni á stjórnarfundi á næsta þriðjudag. Fundurinn verður þó í bland upplýsinga og vinnufundur.

Það verður séð fyrir mat í hádeginu og frest hefur af miklu magni af útrunnu gosi á þriðju hæðinni. Hópstjórar eru ábyrgir fyrir því að þrír mæti frá hverjum útkallshóp.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson