ÍA útkallshópur HSSR tók þátt í æfingu um helgina.

ÍA hópur HSSR tók þátt í æfingu Íslensku Alþjóðasveitarinnar nú um helgina. Frumraunin tókst nokkuð vel. Æfingin fór fram á Reykjanesi (ÍTALÍU) og sá HSSR meðal annars um skráningu og utanumhald allra birgða í "flug" og inn á "skaðasvæðið" umsjón tjaldbúða og matseld (heitt vatn í MSR poka ;-).

Það er mikið starf framundan enda verður ÍA sveitin tekin út í september og sveitin fær vottun af Sameinuðuþjóðunum ef allt gengur eftir sem rústabjörgunarsveit. Sú vottun mun breyta talsverðu fyrir sveitina þar sem allt skipulag og upplýsingar verður mjög staðlað og þeir aðilar sem óska aðstoðar vita því betur fyrir hvað sveitin stendur.

Sveitina skipa hópar björgunarsveitarmanna með sérþekkingu auk aðila frá SHS þannig að sérþekking er um meðal annars fjarskipti, eiturefni, bráðatæknar og stjórendateymi, auk tveggja rústabjörgunarteyma.

Nokkrar myndir eru á myndasíðu HSSR.

—————-
Texti m. mynd: Tjaldbúðir á æfingunni
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson