Góð mæting á myndasýningu Eftirbáta

Um 70 manns mættu á myndasýningu Eftirbáta í gærkveldi þar sem sýndar voru myndir úr gönguskíðaferð um Bárðargötu í lok mars. Fyrir þá sem misstu af sýningunni er smá sárabót á myndasíðu HSSR.

Gengnir voru 195 km frá Bárðardal um Gæsavötn, Vonarskarð, Jökulheima, Veiðivötn og endað við Vatnsfell.

—————-
Texti m. mynd: Vel mætt
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson