Íslenska Alþjóðasveitin – Úttekt – Nýir félagar

Starfið hjá búðahóp Íslensku alþjóðasveitarinnar (ÍA) hefur verið talsvert í sumar og gengið mjög vel.

Það eru 10 HSSR félagar starfandi í útkallshóp og 7 í stuðningshóp. Það liggur fyrir að fjölga í útkallshópnum þannig að þeir sem hafa áhuga á að starfa með hópnum í útkalls- eða stuðningshóp hafi samband við Hilmar í síma 6917746, hilmarmar@internet.is eða mæta einfaldlega á fundi hjá okkur.

Úttekt ÍA á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) 10-13 sept. Vantar mannskap.

Eins og hefur komið fram verður úttekt á ÍA sveitinni dagana 10-13 sept. SÞ eru að staðla allt starf alþjóðasveita til að öll vinna þessara sveita verði hnitmiðaðri og björgunarstarfið skili sér betur. Úttektin er gríðarlega umfangsmikil og koma meðal annars á þriðja tug erlendra aðila til að taka út sveitina. Mikið starf er við bakland æfingarinnar og þar er aðsoðar þinnar óskað. Það þarf að aðstoða við:

– Akstur
– Keyrslustjórar verkefna
– Tengiliði við erlenda gesti
– Gæslustörf
– Uppsetning á verkefnum
– Og margt fleira…

Áhugasamir sendi póst á bjorgvin@landsbjorg.is með nafni, sveit og gsm síma hið allra fyrsta. Hluti undirbúningsins er einnig dagana fyrir æfinguna.

Þess má geta að lokum að starf HSSR hóps ÍA tengist einnig uppsetningu búða hér innanlands.

ÍA hópur HSSR

—————-
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson