Klettaklifur

Klettaklíparar úr hópi undanfara og nýliða hafa þrautpínt vorblíðu síðustu daga og heimsótt Valshamar grimmt. Vinnu var slegið á frest, prófum frestað og enginn mætti í kvöldmat til mömmu og pabba. Fingur eru orðnir aumir og bólgnir, hnén skröpuð en hugurinn stefnir hærra og vill klifra meira og hærra!

Því halda undanfarar dagsnámskeið um klettaklifur í Stardal, laugardaginn 20. maí. Þar verða helstu bergtryggingar sýndar og prófaðar, farið yfir öryggisatriði og klettaklifur útskýrt. Samkvæmt hinum eina sanna skátaanda þá fá allir að prófa og spreyta sig á klifrinu í góðum fíling. Svo allir verði nú tilbúnir í slaginn á laugardaginn þá verður haldið undirbúningskvöld á M6, kl. 19:00 þriðjudaginn 16.maí. Þar verða tæki og tól tekin fram, farið yfir hnúta og tryggingar, undirstöðuatriði í klettaklifri og sigi útskýrð og æfð.

Athugið að bæði undirbúningskvöldið og námskeiðið eru skylda fyrir nýliða en tilvalin fyrir alla aðra sem þora að yfirgefa öryggi og verndað umhverfi innanhúsveggjanna.

—————-
Texti m. mynd: Valshamarinn tjakkaður á góðum vordegi
Höfundur: Hálfdán Ágústsson