Atvinnuauglýsing

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn leita að starfsmönnum til eftirfarandi starfa:

Jöklaleiðsögn í Skaftafelli og á Sólheimajökli. Leitað að fólki sem klifrar ís og hefur hlotið grunnþjálfun í sprungubjörgun. Námskeið eru haldin í byrjun sumars ár hvert fyrir væntanlega starfsmenn og er slíkt námskeið einmitt dagana 19-21 maí n.k. Áhugasamir hafi samband við Ívar Finnbogason ivar@mountainguide.is eða í síma 587 9999.

Leiðsögumenn fyrir 7-14 daga ferðir. Leitað er að fólki sem hefur leiðsögumannaréttindi, hefur lokið WFR (Wilderness First Responder) og talar frönsku eða þýsku. Áhugasamir hafi samband við Andreu í s:587 9999 eða sendi póst á andrea@mountainguide.is

Leiðsögumaður með meirapróf í ferðir frá Reykjavík. Um er að ræða dagsferðir frá Reykjavík í sumar. Áhugasamir setji sig í sambandi við Andreu í síma 587 9999 eða andrea@mountainguide.is
ATH að meirapróf er algert skilyrði!

Starfsfólk á lager
Lagerinn sér um að pakka matvælum, tjöldum og öðrum búnaði fyrir ferðir ÍFLM. Leitað er að nákvæmu og samviskusömu fólki. Reynsla af ferðamennsku og heimilishaldi telst kostur en ekki skilyrði. gloey@mountainguide.is veitir nánari upplýsingar.

Starfsmaður á skrifstofu
Leitað er að starfsmanni sem getur annast símvörslu, séð um bókanir og tekið að sér ýmislegt annað sem upp kemur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín í s:587 9999 eða elin@mountainguide.is

Transfer
Transfer snýr að því að taka á móti erlendum hópum við komuna til landsins og fylgja þeim á Hótel í Reykjavík. Mest vöntun er að frönskumælandi aðilum í þetta en þýskumælandi koma einnig til greina. Andrea eða Elín veita nánari upplýsingar (sjá að ofan). Ekki er gerð krafa um meirapróf. Þetta þarf ekki að vera fullt starf.

—————-
Vefslóð: mountainguide.is
Höfundur: Elín S. Sigurðardóttir