Viðbragðshópurinn skellti sér á bráðskemmtilega æfingu í gærkvöldi, viðfangsefni kvöldsins voru hlíðar Vífilfellsins.
Hópnum var skipt upp og liðin látin keppa hvort við annað á 4 ólíkum póstum.
Viðfangsefni 1. pósts var vísbendinga- og sporaleit við bíl hins týnda og komu þar fram margir skemmtilegir punktar.
2. póstur var svo hlaupaþraut þar sem liðin kepptu við klukkuna í leit að eigum Þórðs gamla sem hafði fengið sér göngutúr um hlíðina.
3. póstur fólst svo í því að koma börum með sjúklingi niður skriðu, notuð var sú aðferð að einn var uppi að tryggja og tveir “drógu” börurnar niður.
4. póstur var svo sig fram af kletti en helsta hindrunin þar var erfið aðstaða til að koma inn almennilegum tryggingum. En liðin leystu þetta allt fagmannlega.
Myndavélin gleymdist reyndar en nokkrar símamyndir voru teknar og eru þær komnar inn á myndasíðu.
—————-
Texti m. mynd: Börurnar gerðar klárar
Höfundur: María Rúnarsdóttir