Vorfagnaður Beltó 13. maí 2006

Þá er komið að því, hinn árlegi vorfagnaður Beltó er að renna upp!
Til að viðhalda heiðrinum býður beltaflokkur til vorfagnaðar næstkomandi laugardagskvöld, 13. maí.
Svipað verður nú til haft eins og eitt sinn á seinustu öld er við héldum slíkan fagnað á Reynisvatni og verður nú opið hús þar frá kl: 19:40 – 00:15
Þar er til staðar veislutjald með gaskyndingu og öllum helstu þægindum sem tjaldbúðum fylgja, borðum, stólum og alles….
Á staðnum eru að auki gasgrill í röðum sem við höfum frjálsan aðgang að og hvetjum við alla til að koma með eitthvað á grillið. Talsverð veiði ku einnig vera í vatninu þannig að menn geta einnig reynt að veiða sér til matar.
Á staðnum verður tónlist frá beltaflokk og svom verða allir aðmæta með góða skapið. Hver maður sér um sínar veitingar, svoo er stefnt að hópferð í bæinn upp úr miðnætti.

Vonumst til að sjá sem flesta.
f.h. gömlu Hákarlanna; lambi.

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir