Leit að manni á Esjunni

HSSR félagar tóku þátt í leit að manni, er sást á Esjunni í gærmorgun. Tilkynning barst um manninn um hálf tólf leitið í gærmorgun, þegar hann sást nakinn á gangi ofarlega í Esju Um 120 björgunarsveitamenn af höfðuborgarsvæðinu og nágrannasvæðum, ásamt lögreglu leituðu mannsins í gær og stóð leit frameftir nóttu. Þoka og rigning var á leitarsvæðinu í gær og rofaði ekki til fyrr en undir kvöld. Þyrlur Landhelgisgæslurnar tóku þátt í leitinni og flugu um svæðið þegar færi gafst. 23 félagar HSSR aðstoðuðu við leitina.

Í morgun hófst leit aftur og var þá hægt að notast við þyrlur þær fluttu leitarmenn upp á Esjuna ásamt því að leita svæðið, það var síðan um klukkan 10:30 í morgun að þyrlan GNÁ fann mannin neðarlega í Gunnlaugsskarði, hann var látinn.

.

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson