Hornstrandir heimsóttar

Nokkrir HSSR félagar ásamt góðkunningjum lögðu land undir fót og héldu á vit Vestfjarðaævintýra. Hluti hópsins gekk frá Hornbjargi til Sæbóls í Aðalvík, um Kjaransvík, Fljótavík og Látra í blíðskaparútsýnisveðri. Minnihlutinn setti upp tjaldbúðir í Sæbóli í Aðalvík og kannaði næsta nágrenni í félagsskap við tófur, borna og barnfædda heimamenn, gamlar sögur og Börn Náttúrunnar. Fæstir höfðu gengið á þessum slóðum áður og er óhætt að segja að hrifningin og einstakar upplifanir munu fleyta okkur langt fram á sumar. Engir undarlegir hvítir flekkir sáust á ferðalagi okkar, en snjóskafla var að finna svo neðarlega sem niðrí fjöru!

—————-
Texti m. mynd: í sólskinsskapi í Aðalvík
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir