Hjálparsveitarbolti

Á nýju ári hefst hjálparsveitarboltinn á ný !

Sem fyrr er boltinn haldinn í Sporthúsinu Kópavogi klukkan 18:10 stundvíslega á mánudögum !

Allir Velkomnir, Stelpur og strákar, nýliðar sem fullgildir, gamlir sem ungir, feitir og mjóir og allt þar á milli.

Frekari upplýsingar er að fá hjá Frímanni í síma 698-6486

þeir sem sjá sér ekki fært að mæta, er bent á flugeldavinnu hjá Hlyn á mánudaginn !!!

—————-
Texti m. mynd: Stelpur sérstaklega Velkomnar !!!!
Höfundur: Frímann Ingvarsson

Hjálparsveitarbolti

Fótboltasumarið mikla 2008 er hafið. HSSR mun bjóða upp á bolta fyrir alla knattspyrnuáhugamenn,unga sem aldna, nýliða sem fullgilda. Mæting mun vera 18:05 á mánudagskvöldum í Sporthúsinu.Áhugasamir mæta bara næsta mánudag fulldúðaðir í Liverpool litunum og tjá hinum ungu afgreiðsludömum að þið séuð að koma í HSSR bolta.Sporthúsið er staðsett að Dalsmára 9-11, 210 Kópavogi, rétt hjá Fífunni.Lagt er á stóru malarplani ofan við húsið og erum við með fyrsta völlinná hægri hönd eftir að gengið er út úr búningsklefa, sennilega suð-vestanmegin í húsinu. Spilað er inni og á gervigrasi, þannig að gervigrasskór vekja lukku envenjulegir takkaskór eru bannaðir með öllu. Rauða Liverpool stuttbuxnatískan stendur fyrir sínu og um að gera að vera léttklæddur, enda verður oft allheitt þarna inni. Gaman væri ef áhugasamir melduðu sig á korknum, töluvpóst eða í símasvo hægt sé að gera sér grein fyrir umfangi boltans. Ef spurningar kunna að vakna, þá er um að gera að hafa samband.FrímannS:698-6486frimann@internet.is

—————-
Texti m. mynd: Benjamín og Arnarsparkið !
Höfundur: Frímann Ingvarsson