Enn bætist í tækaflota HSSR

Nú hefur enn bæst í tækjaflota HSSR. Leitarhópur hefur tekið tvö reiðhjól til notkunar.
Eiga þau vonandi eftir að nýtast hópnum vel við æfingar og leitir í framtíðinni.

Hjólin eru staðsett á M6 og eru í umsjón leitarhóps. Fyrirkomulagið við hjólin er líkt og með allan annan búnað sveitarinnar, ef fólk utan umsjónahópsins ætlar að nota reiðhjólin skal það tilkynnt umsjónarmönnum leitarhóps: Svövu, Eddu Björk eða Lamba.

—————-
Höfundur: Edda Björk Gunnarsdóttir