Sleðaferð 2-4. jan 2009

Helgina 2-4. janúar 2009 fóru við nokkir félagar úr Sleðahóp HSSR í æfingaferð á Fjallabak ásamt tveimur úr FBSR. Tilgangur ferðarinnar var að æfa nýliða og kynna fyrir þeim eitt helsta sleðasvæði á landinu. Með í för voru Bjössi, Kjartan, Baldur og Eiríkur Ungi úr HSSR, Arnar og Stefán úr FBSR. Við forum af stað um kvöldmatarleitið á föstudagskvöldi og keyrðum austur að Sólheimajökli þar sem við tókum sleðana af og keyrðum yfir Mýrdalsjökul undir forystu Bjössa. Sú ferð gekk nokkuð tíðindalaust fyrir sig, nóg af snjó og gott færi. Þegar niður á Mælifellssand var komið tók við smá bras við að finna leið fyrir ár og læki, en allar ár á svæðinu voru opnar. Þó nokkur snjór var á svæðinu svo bakkarnir voru frekar háir. Allt hafðist þetta fyrir rest án nokkurra óhappa og fengum við nýliðarnir góða tilsögn við hverja lænu. Við vorum komnir í skálann við Strút um kl 01:30.Á laugardagsmorgni vöknuðum við í birtingu og keyrðum inn að Strautslaug í mikilli snjóblindu. Á leiðinni fengum við nillarnir tilsögn í akstri í hliðarhalla og brekkum. Laugin var full heit, en eftir að hafa mokað nokkur bílförmum af snjó í hana var hún passleg svo við forum í bað, það var eiginlega nauðsynlegt þar sem enginn sleði hafði sokkið og því allir óbaðaðir.Eftir baðið var haldið Hvanngil til þess að koma fyrir lás á bensínkálf frá sleðahópnum í Kyndli. Þar átum við síðbúinn hádegisverð í Hesthúsinu þar sem það rigndi svo mikið að samlokunum hefði sennilega skolað úr höndunum á okkur hefðum við verið úti. Eftir mat gerðum við heiðarlega tilraun til að fara í Álftavatn, en þar var of lítill snjór svo við snérum við. Eftir meira spól og nokkrar lærðar ræður um akstur vélsleða héldum við í skála og vorum komnir þangað um kvöldmatarleitið. Á sunnudagsmorgni vöknuðum við snemma í fallegu nýsnævi en litlu skyggni, stefnan var þá sett á Mýrdalsjökul. Þegar þangað var komið var skyggnið ekkert og töluverð ofankoma. Því var ákveðið að hætta við plön um að kíkja á Fimmvörðuháls og halda frekar niður í bíl.Ferðin heim gekk tíðinalaust þar til við komum í Hveradali, en þar hafði bill farið útaf. Við erum jú skátar svo við ákváðum að hjálpa konugreyingu sem hafði farið útaf. Á meðan því stóð sáum við að það var að myndast röð í brekkunni, hlupum við þá til og sáum að 2 bílar höfðu oltið útaf veginum. Rukum við þá strax í að hlúa að slösuðum þar til fagmennirnir komu á staðinn. Þetta var því ferð með öllu, en þó kom allir okkar menn heilir heim svo og sleðarnir. Myndir úr ferðinni eru á myndasíðu.

—————-
Höfundur: Baldur Gunnarsson