Landsmót Skáta

Nú stendur yfir landsmót skáta að Hömrum við Akureyri. Á mótinu eru um eða yfir 5000 þúsund manns, þar af þó nokkrir meðlimir í HSSR. Á laugardaginn var kynningardagur á mótinu, þar sem sveitin lét svo sannarlega sjá sig og reyndi að veiða inn nýliða fyrir komandi ár. Nýji fíni Reykur 3 var á aðaltorgi mótsins þar sem Baldur, feðgarnir Gunnar og Björn, Haddý, Jón Ingi og fleira gott fólk kynnti starf sveitarinnar og Landsbjargar fyrir áhugasömum. Kynningin gekk vel og vakti bíllinn okkar mikla athygli.

Kv
Baldur Skáti

—————-
Texti m. mynd: Reykur 3
Höfundur: Baldur Gunnarsson