Týndur maður við Landmannalaugar

Átta félagar úr HSSR fóru um miðnætti í gærkvöldi af stað í Landmannalaugar að taka þátt í leit að týndum manni sem síðast hafði sést til síðdegis. Maðurinn fannst heill á húfi í morgun en hafði villst við Landmannalaugar og beið því björgunar en var orðinn nokkuð kaldur þegar hann fannst.

—————-
Höfundur: Hálfdán Ágústsson