Hauststarf HSSR að fara í gang.

Það er þó ekki svo að nein lognmolla sé í gangi. Síðustu tvær vikur höfum við verið með hópa í hálendisgæslu. Fyrst þrigja manna hóp norðan Vatnajökuls í viku og svo núna með annan hóp á sama svæði og auk þess tvo bíla á Sprengisandi og nágrenni. Þrátt fyrir þetta voru 10 félagar HSSR við leit í Landmannalaugum um síðustu helgi sem er nokkuð gott skor um miðja Verslunarmannahelgi.Um næstu helgi munu félagar úr HSSR aðstoða hóp fólks úr ÍSALP við flutning Tindfjallaskála til Reykjavíkur þar sem hann verður endurbyggður í vetur.Framundan eru nokkrar annir við fjáraflanir, stórir boltaleikir dagana 14. og 20. ágúst, sjúkragæsla í Reykjavíkurmaraþoni þann 23. og svo auðvitað stór flugeldasýning um kvöldið þar sem “Hjálparsveit skáta skaffar dótið”.Í næstu viku munu fjórir félagar okkar halda í Alpana til fjallgangna og klifurs og óskum við þeim góðrar ferðar. Nýliðakynningarfundur HSSR verður svo haldinn þann 2. september og mun hann verða kynntur frekar hér á síðunni á allra næstu dögum. Allt að gerast, sjáumst hress.

—————-
Texti m. mynd: Í hálendisgæslu
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson