Leit í Sólheimajökli lokið

Umfangsmikilli leit er lokið. Yfir 100 einstaklingar á vegum HSSR tóku þátt í henni, þegar mest lét voru 62 félaga HSSR á vettvangi í einu og vel gekk að manna þá daga sem á eftir komu.

Flest tæki voru virkjuð þar á meðal fór búðahópur austur með tjald og búnað. Á rýnifundi sem haldin var á M6 á sunnudagskvöldið, kom fram að aðgerðin tókst að mestu mjög vel frá okkar hendi þó vissulega sé alltaf hægt að gera betur. Meðal annars var bent að mætti koma upp betri aðstöðu til að hlaða inn ferlum og reitaskipulagi í tæki og þörf fyrir að bæta talstöðvarbúnað.

Sérstakt klapp fengu bílstjórar og bækistöðvarhópur á M6 fyrir góðan stuðnig. Einnig NII sem sáu um móttöku á búnaði á M6 ásamt fleiri félögum HSSR. Einnig kom fram mikil ánægja með hversu vel gekk að virkja eldri félaga. Þetta útkall reyndi á, aðstæður voru erfiðar en í heildina gekk það vel. Stjórn HSSR vill þakka öllum félögum sem komu að aðgerðinni.

—————-
Texti m. mynd: Þreyttir en það er eitthvað við þetta
Höfundur: Haukur Harðarson