Aðalfundur HSSR 22. nóvember

Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Fundarboð – aðalfundur 22. nóvember 2011

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til aðalfundar þriðjudaginn 22. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn að Malarhöfða 6.
Dagskrá fundarins verður með hefðbundnum hætti:

1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra
2. Fundarstjóri skipar fundarritara
3. Inntaka nýrra félaga
4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu um starf sveitarinnar
5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga HSSR
6. Skýrslur nefnda
7. Kosningar
• Sveitarforingja
• Meðstjórnenda
• Endurskoðanda
• Félagslegs endurskoðanda
• Uppstillingarnefndar
8. Önnur mál

Kaffiveitingar

Stjórn hvetur alla félaga sem og nýliða til að fjölmenna og taka þátt í umræðum um málefni sveitarinnar.

Með kveðju,
Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík

—————-
Höfundur: Helga Björk Pálsdóttir