Myndir og fréttir búðahóps HSSR frá Haiti

Nú eru komnar nokkrar myndir á myndavef HSSR frá Haiti fyrir þá sem ekki hafa fengið nóg af þeirri umfjöllun.

Búðahópur HSSR þakkar öllum þeim sem komu að útkallinu, má þar sérstaklega nefna bakland búðahóps, tækjaflokk, bækistöðvarfólk og stjórnarmenn.

Þrátt fyrir þann frábæra árangur að sveitin hafi verið fyrsta alþjóða björgunarsveitin að lenda á Haiti, vitum við sem fórum í þessa ferð að við getum gert enn betur.

Það er mjög gott hljóðið í hópnum okkar þrátt fyrir mikil átök á Haiti. Undirritaður hefur aldrei séð jafn mikla samstöðu í aðgerðum og nú þrátt fyrir 27 ára starf í björgunarsveit. Þess má geta að búðahópurinn reisti búðirnar á meðan búðastjórinn svaf í skugga undir vörubíl til að hann þvældist ekki fyrir.

Búðahópur HSSR í Alþjóða björgunarsveit Landsbjargar óskar eftir áhugasömum HSSR félögum til starfa í hópnum þar sem allir tiltækir félagar fóru í þetta útkall og ef eitt okkar hefði forfallast hefði hópurinn verið minni. Enn vantar nokkra félaga upp í þau 12 sæti sem eiga að vera í búðahópnum. Koma nú HSSR félagar!!! Hafið samband við Hilmar eða mætið bara á fimmtudagskvöldum.

—————-
Texti m. mynd: Gunnar (Lambi) Dagbjartur & Svava
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson