Styrksamningur við Reykjavíkurborg

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík undirrituðu á föstudag styrktarsamning til eins árs. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar um 5.460.000 á samningstímanum. Styrkurinn er veittur til stuðnings almennu björgunar- og hjálparstarfi björgunarsveitanna, en auk þess skal honum varið til ungmennastarfs sveitanna. Samingstíminn er eitt ár og hlutur HSSR er um 1.600.000 þúsund. Það er lækkun um 9 % frá fyrri samning og er þá miðað við krónutölu. Ef horft er þrjú ár aftur í tíman þegar síðasti samningur var gerður er lækkunin milli samninga mun meiri. Borgarstjóri ítrekaði að hún hefði gjarna viljað gera betur en tekjur borgarinnar hefðu minnkað verulega milli ára og því væri skorið niður á öllum sviðum. Einnig vildi hún koma á framfæri þakklæti til félaga sveitanna fyrir sitt óeigingjarna starf.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson