Nýliðakynningar HSSR

Fátt er meira gefandi en að koma öðrum til hjálpar; sumar, vetur, dag, nótt, leit og björgun. Það munar alltaf um hvern félaga sem mætir og leggur sitt lóð á vogarskálarnar.

Hjálparsveit skáta í Reykjavík býður áhugasömu fólki upp á þjálfun svo það geti orðið fullgilt björgunarfólk. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið getur þú mætt á kynningarfund og fengið þar allar upplýsingar.

Þessir fundir verða haldnir í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 þriðjudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 29.ágúst klukkan 20:00.

Nánari upplýsingar um nýliðastarf sveitarinnarinnar og skráningu má finna hér.

Hlökkum til að sjá sem ykkur