Nýliðar 2019-21

Fimmtudaginn 27. ágúst kl. 20 og þriðjudaginn 1. september kl. 20 verðar haldnir kynningarfundir sveitarinnar um nýliðaþjálfun í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6. Að vera nýliði í björgunarsveit er skemmtilegt og krefjandi verkefni. Nýliðar fara í fjölbreyttar ferðir um síbreytilegt landslag, sitja hagnýt námskeið í flestu því sem viðkemur útivist og taka þátt í almennri dagskrá sveitarinnar.

N1 2018-20

En best er að taka mark á því sem fyrrum nýliðar hafa um þjálfunina að segja, þeir þekkja allra best út á hvað þetta gengur.

“Þetta er búinn að vera frábær tími þar sem ég hef kynnst fullt af duglegu og skemmtilegu fólki í sveitinni. Hef lært alveg helling og bætt við þekkingu mína sem gerir mig öruggari að takast á við alls konar áskoranir sem upp geta komið í fjallamennsku og víðar. Öll námskeiðin eru mjög lærdómsrík þar sem leiðbeinendur og stjórnendur leggjast á eitt að gera nýliðaþjálfunina gagnlega og skemmtilega og varla þarf að minnast á allar gönguferðirnar sem eru hver annarri betri. Ég mæli hiklaust með nýliðaþjálfun hjá HSSR.”
“Að vera nýliði í björgunarsveit hefur verið dýrmæt reynsla fyrir mig og félagskapurinn er með þeim betri, ef ekki sá besti. Ég hef farið langt fyrir utan þægindarammann og komið sjálfum mér á óvart hvað ég get miklu meira en ég nokkurn tíma átti von á.”
“Ég get sko klárlega mælt með nýliðaþjálfun HSSR, en þar hef ég lært ótrúlega margt í fjallamennsku og hef öðlast töluvert meira sjálfstraust í að klífa fjöll. Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk sem hefur gaman af útiveru og vill komast í góðan félagsskap fullan af fólki með sömu áhugamál. Ég hlakka mikið til að takast á við ár tvö í þessu nýliðaprógrammi og fara inn í hina ýmsu hópa í hjálparsveitinni og kynnast starfi sveitarinnar ennþá betur. Komdu og vertu með!”

Smelltu hér ef þú vilt vita meira og komdu svo á kynningarfund á þriðjudaginn!

N1 2018-20

N1 2018-20

N1 2018-20

N1 2018-20

N1 2018-20

N1 2018-20

N1 2018-20

Smelltu hér ef þú vilt vita meira og komdu svo á kynningarfund á þriðjudaginn!