Starf þeirra nýliða sem byrjuðu þjálfun síðasta haust fer vel af stað þennan veturinn. Nú eru um 25 manns starfandi í hópnum en þar að auki eru nokkrar eftirlegukindur fyrri ára einnig með hópnum.
Um helgina sátu þau námskeið í leitartækni. Lærðu meðal annars um það nýjasta í hljóðleit, hraðleit, sporrakningar og regndansinn.
Næstu helgi er svo námskeiðið Ferðast á jökli í boði undanfara. Starfið í vetur færist svo jafn óðum meira yfir í að starfa með útkallshópum þegar námskeiðum tekur að fækka.
—————-
Texti m. mynd: Misgott veður var um helgina
Höfundur: Ásgeir Björnsson