Fjölmennur sveitarfundur

Reglulegur sveitarfundur var haldin mars og var mæting mjög góð, yfir 100 félagar mættu. Á fundinum undirrituðu 15 félagar eiðstaf HSSR og urðu þannig fullgildir félagar í HSSR. Mikið gaman og mikið klappað. Af því tilefni gáfu þau HSSR gjafir, annarsvegar var um að ræða frystiskáp sem mun verða notaður undir útkallsmat einstaklinga og hins vegar Ipad spjaldtölvu sem fer í notkun í stjórnstöð. Mörg málefni voru undir þar með taldar skýrslur frá stjórn og ýmsum nefndum. Einnig var kynnt til sögunnnar við sérstakan fögnum Mottumarslið HSSR.

Á undan fundi var boðið upp á sushi af hópnum sem var að ljúka nýliðastarfi auk þess sem þau sáu um veitingar í kaffinu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fjölmennur sveitarfundur

Um 70 félagar sóttu reglulegan sveitarfund 27. september. Hann var að mestu hefðbundinn en meðal mála sem voru kynnt voru breytingar á útkallshópum, greining á útköllum síðasta starfsárs, leitarhundar og ferð félaga á WASAR ráðstefnu síðasta vor. Almar Steinn Atlason undirritaði eiðstaf HSSR og er boðinn velkominn í hópinn.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson