Hér verða birtar tilkynningar til þeirra sem hafa komið á kynningarfund hjá okkur og bíða þess að formleg dagskrá hefjist. Við minnum á netfangið, nylidar.2019@hssr.is, ef þið viljið koma á okkur spurningum eða ábendingum.
08.09.19 – Nú er allt allt að fara í gang. Góð mæting var í gönguferðina á Helgafellið sl. fimmtudag og framundan eru tveir spennandi dagskrárliðir. Á þriðjudaginn kemur verður búnaðarkynning á M6 og hefst hún kl. 20. Þar mun reyndur félagi sýna nýliðum búnaðarsafn sitt og svara spurningum þeirra um græjur og dót. Á föstudaginn hefst helgarnámskeið í Ferðamennsku og rötun og verður það haldið í Útilífsmiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Lagt verður af stað frá M6 kl. 18 og komið aftur í bæinn kl. 17 á sunnudaginn. Frekari upplýsingar sendar í vikunni.
01.09.19 – Við minnum á seinni kynningarfundinn sem haldinn verður þriðjudaginn 3. september. Tilvalið er að mæta aftur og taka með einhvern sem þú þekkir.
27.08.19 – Takk fyrir komuna á M6 í kvöld. Fundurinn var góður, fram komu nokkrar góðar spurningar og vonandi var öllum hinum svarað í fyrirlestrum og almennu spjalli. Við minnum á gönguferðina á Helgafell 5. september nk. Lagt verður af stað frá M6 kl. 18, en fólk getur líka komið sér sjálft á staðinn ef það hentar betur. Klæðið ykkur eftir veðri og öðrum kringumstæðum.