Kynningarfundur um starfssemi og nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn í húsnæði Hjálparsveitarinnar að Malarhöfða 6 þriðjudagskvöldið 1. september og hefst kl. 20.00 Við leitum að fólki: Sem hefur reynslu og eða áhuga á ferðamennsku. Sem hefur áhuga á leit og björgun og almennt að koma náunga sínum til aðstoðar. Sem er vel fært um að starfa í hóp en hefur einnig frumkvæði og getu til að vinna sjálfstætt.
Hlekkur á kynningarbækling: https://www.hssr.is/images/gogn/ALM_0819_1145_24_1.pdf
Markmið Hjálparsveitar skáta í Reykjavík er að þjálfa upp öflugt leitar og björgunarfólk til að taka þátt í útköllum og öðrum verkefnum sveitarinnar. Umsjón með nýliðastarfi HSSR í vetur hafa Hrafnhildur Hannesdóttir og Jóhanna Margrét Guðlaugsdóttir.
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson