Framundan hjá HSSR.

Töluvert prógramm er framundan hjá HSSR. Fótboltagæsla á morgun þar sem HSSR leggur til 35 manns á móti 35 frá HSG. Fótboltagæsla á laugardag þar sem HSSR leggur til 20 manns á móti 20 frá HSG. Æfing alþjóðasveitar um helgina-Flutningur Tindfjallaskála um helgina-Undirbúningur flugeldasýningar á Menningarnótt hefst um helgina.

Í næstu viku: fótboltagæsla á miðvikudag-flugeldatengingar og svo auðvitað: reiðhjólasjúkragæsla í Reykjavíkurmaraþoni-línubrú Undanfara úr turninum á Höfðatorgi og flugeldaskot um kvöldið.

Það er mikið að gera framundan og þessvegna þurfa allir sem geta að vera með og taka þátt.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson