Í nýjum grunni er hægt að halda mun betur utan um útköll og aðgerðir, auk þess sem hægt er að rekja allar aðgerðir í honum til þess sem framkvæmir. Einn af kostum hans er að að bækistöðvarhópur hefur betra aðgengi að upplýsingum frá svæðisstjórnum og geta miðlað beint til sinna hópa. Aðgengi að honum er takmarkað og stefna stjórnar HSSR er að aðeins bækistöðvarhópur og stjórn fái aðgang fyrir okkar hönd. Er það ekki síst gert vegna þess að í grunninum munu safnast upp mikið að upplýsingum þar á meðal viðkvæmar persónulegar upplýsingar um þau sem þurfa á aðstoð okkar að halda.
Mánudagskvöldið 22. febrúar var haldið námskeið fyrir bækistöðvarhóp og stjórn HSSR. Það mun eflaust taka tíma að nýta okkur alla möguleika sem boðið er upp á en við fyrstu sýn virðist grunnurinn lofa góðu.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson