Sprungukort af jöklum

Slysavarnafélagið Landsbjörg og aðrir hagsmunaaðilar hafa unnið að verkefni sem felst í að auka öryggi á ferðalögum á jöklum. Á heimasíðunni www.safetravel.is, sem SL rekur, undir útivist eru atriði sem nauðsynlegt er að huga að, fyrir ferðalög á jöklum. Einnig eru þar kort sem sýna sprungusvæði á jöklum. Markmiðið með þeim er að auka öryggi ferðalanga á jöklum. Sprungukortin má prenta út og hafa meðferðis í jöklaferð. Auk kortanna eru fáanlegar sprungusvæðaþekjur sem leggjast yfir kort í GPS tækjum. Niðurhal er á endurgjalds.

Nú þegar eru komin sprungukort af Snæfellsjökli og Langjökli, sprungukort af Vatnajökli væntanlegt síðar í febrúar. Þessi vinna er rétt að hefjast og stefnt er að því að kortleggja sprungur á öllum helstu jöklum sem ferðast er um.
Kortin verða endurskoðuð reglulega og því nauðsynlegt að vera alltaf með nýjasta kortið hverju sinni.
Lesið vel skýringar eða skilgreiningar sem eru á heimasíðunni. Það skal áréttað að þessi kort eru aðeins til viðmiðunar og sprungur geta leynst á svæðum sem talin eru sprungulaus.
Ef þið sjáið eða þekkið sprungur eða aðrar hættur sem ekki eru inná kortunum, þá endilega komið ábendingum um það á Snævarr Guðmundsson snaevarr@mmedia.is sem sér um kortlagninguna og Jónas Guðmundsson jonas@landsbjorg.is verkefnisstjóra hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson