Búið er að panta nýtt Trelleborgar tjald í staðin fyrir tjaldið sem skilið var eftir á Haiti. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að panta léttari útfærslu af tjaldi sem hentar mun betur til flutninga við erfiðar aðstæður, t.d. með þyrlu, í breyttum jeppa eða í flug.
Á landinu eru nokkuð mörg tjöld af þeirri gerð sem HSSR átti enn nýja tjaldið er 87 kg léttara enn gamla tjaldið þrátt fyrir að vera aðeins 5fm minna. Tjaldið er mjög líkt gamla tjaldinu nema það eru þrír bogar með lofti í stað fjögurra, 33fm í stað 38 og 108 kg í stað 195. Dúkurinn í tjaldinu er samskonar nema léttari þ.e.a.s. 450 grömm fermeterinn í staðin fyrir 735 g/fm.
Það er mat búðahóps að nýja tjaldið henti betur fyrir HSSR þar sem tjaldinu er almennt tjaldað til skamms tíma og mikið um flutninga á tjaldinu. Eldri tegundin hentar betur ef tjaldið er lítið flutt á milli staða og á að standa mjög lengi þar sem það er þungt og þykkt (sterkara). 450 gramma efnið í nýja tjaldinu er verulega sterkt enda gæða efni
Nánari upplýsingar um tjaldið er að finna hér enn tjaldið heitir Trelleborg 2/2L.
Það er síðan verið að vinna að því að finna léttan og hentugan hitara í tjaldið sem stefnt er að því að kaupa mjög fljótlega.
Búðahópur HSSR.
—————-
Texti m. mynd: Nýja tjaldið – Trelleborg 2/2L
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson