Hálendisgæsla

HSSR tók þátt í hálendisgæslunni í sumar með myndarbrag. Alls voru þrír hópar að störfum. Tveir voru vikuna 23.-30. júlí, annar að Fjallabaki og hinn norðan Vatnajökuls. Sá þriðji var að störfum vikuna 30. júlí til 6. ágúst á Sprengsandi.

Alls voru 11 félagar sem tóku þátt í verkefninu og þar af þrír nýliðar. Gáfu þeir allir verkefninu bestu meðmæli og vonandi verður HSSR enn fjölmennari á næsta ári.

Hóparnir leystu hin ýmsu verkefni eins og t.d. það sem hér um ræðir: http://www.visir.is/article/2010583445137

—————-
Höfundur: Árni Þór Lárusson