Reykjavíkur Maraþon 2010

Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur frá byrjun Reykjavíkur maraþons, séð um sjúkragæslu, árið í ár var engin undantekning frá því.

Við vorum með ríflega 30 manns við gæslustörf í gær og tókst verkefnið að mínu mati mjög vel. Fá alvarleg atvik komu upp og þegar þau komu var tekið á þeim af fólki sem greinilega var starfi sínu vaxið. Í ár var gæslunni stjórnað á tveimur stöðum, annarsvegar á Lækjartorgi þar sem Reykur 1 var notaður sem bækistöð í ræsingu og endamarki. Hinsvegar fengum við afnot af nýjum stjórnstöðvarbíl Björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu, þaðan var öllu hjólafólkinu okkar stjórnað.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim félögum sem komu að gæslunni fyrir vel unnin störf, að öðrum ólöstuðum vil ég sérstaklega þakka N2 sem mættu vel og stóðu sig frábærlega að venju.

Fyrir hönd Bækistöðvarhóps

Helgi Reynisson

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson