Páskaferð komin á dagskrá

Páskaferð er komin á dagskrá. Farið verður á Bola og hugsanlega fleiri tækjum.

Tekið verður mið af veðurspá en ætlunin er að fara inn á Fjallabak og hugsanlega eitthvað upp í Tindfjöll. Í megindráttum verður ferðast á Bola og öðrum tækjum en eftir áhuga þátttakenda verður hægt að skipuleggja hluta ferðarinnar sem gönguskíðadaga. Ætlunin er að fara um eða nálægt fjalllendi þannig að hægt verði að brúka fjallaskíði.

Gisting verður að mestu leyti í tjöldum.

Nánara fyrirkomulag skýrist væntanlega fyrir ferðina og fer að einhverju leyti eftir því hvernig skíðandi / gangandi fólk skráir sig í ferðina.

En fyrstir koma, fyrstir fá. Inngengnir og N2 sem gengu ekki inn á sveitarfundinum í mars hafa forgang en ef það er pláss þá er um að gera fyrir N1 að nýta sér það. Alls er pláss fyrir a.m.k. 10 þátttakendur ef bara verður farið á Bola.

Skráning á D4h:

https://hssr.d4h.org/team/events/view/34157

—————-
Texti m. mynd: Úr vorferð á Vatnajökul 2011, Grímsvötn svona kort
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson