Búið er að taka ákvörðun um að lagfæra planið fyrir framan stóru dyrnar á tækjageymslu. (þar sem Boli er geymdur) Skipt verður um jarðveg, sett rist og planið steypt. Ástæðan er sú að malbikið hefur látið mikið á sjá vegna þvotta og snjóbílaumferðar. Búið er að fá tilboð í verkið og gert ráð fyrir framkvæmdum áður en vetur skellur á.
Skápamál hafa verið til umræðu hjá stjórn. Nú er aftur farið að bera á skorti á skápum og því þörf á skoðun á þörf einstaklinga fyrir skápa. Eins og áður verður horft til virkni félaga og áhersla lögð á mætingu í útköll. Það verður skápaskoðun, þ.e. lagt mat á hvað er í skápnum og hvort það er búnaður sem tengist útköllum. Eftir það verða félagar sem ekki uppfylla virkni og skoðun spurðir um þörf þeirra fyrir skápa.
Að lokum minni ég á að fundargerðir stjórnar eru byrtar á vef HSSR og koma í flestum tilvikum inn um viku eftir fundi.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson