Við í HSSR erum að selja Isuzu D-Max Double Cab árgerð 2014 sem búið er að aka rúmlega 79 þúsund kílómetra. Hann er í toppstandi, enda ávallt verið vel við haldið.
Í bílnum er aukarafkerfi, Tetra og VHF fjarskiptabúnaður og á honum eru gul og blá ljós auk vinnuljósa úti og í pallhúsi. Búnaður fyrir dráttarkrók er bæði á aftur- og framenda. Á bílnum er vegleg toppgrind og negld vetrardekk fylgja með. Í bílnum er innstunga fyrir 220V. Bílstjórasæti er rafknúið.
Við viljum helst selja smærri björgunarsveitum bílinn og fer hann til slíkra sveita á hagstæðara verði en gerist og gengur.
Smellið hér til að skoða myndir af bílnum.
Nánari upplýsingar gefur Ólafur Jón Jónsson í hssr@hssr.is eða í síma 841-3050.
Vél | 3.0 lítrar, twin turbo m. intercooler |
Hjólbarðar | P265/70R17 |
Drif | Hátt og lágt með læsingu |