Boli hefur verið gerður klár fyrir leiðangur á Vatnajökul með jarðvísindamenn sem eru loksins að komast austur að Skálafellsjökli þar sem þessi mynd er tekin um 16:00 í dag sunnudag. Eins og sést á myndinni eru aðstæður þokkalegar við rætur Skálafellsjökuls.
Reykur 1, 2 og 3 munu leggja af stað frá Höfn um 17:30 í dag áleiðist til Reykjavíkur. Farið verður fyrst að Fagurhólsmýri þaðan sem beðið verður eftir "glugga" í öskufallið og veitt aðstoð eftir þörfum á leið í bæinn í samráði við svæðis- og vettvangsstjórnir.
—————-
Texti m. mynd: Boli klár í nýjan leiðangur
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson