Reynsluakstur nýrra ökutækja.

Eftir nokkuð langa meðgöngu er nýi Reykur 3 loksins að komast í notkun og á dögunum eignaðist HSSR tvö fjórhjól. Um síðastliðna helgi voru tækin tekin til prófunar á Langjökli.

Við fórum fimm saman frá Jaka um miðnætti á laugardagskvöld norður í Fjallkirkju og gistum þar. Sunnudaginn notuðum við í toppaferðir á miðjöklinum og fórum svo seinnipartinn niður V-Hagafellsjökul og vitjuðum tveggja veðurstöðva Landsvirkjunar.

Í stuttu máli þá virkar Reykur 3 eins og búist var við: VEL.

Fjórhjól á beltum eru hörku vinnutæki, fara yfir ótrúlega grófan jökulkarga og geta örugglega nýst jafnvel betur en vélsleðar í mjög vondu veðri og miklum skafrenningi þar sem þarf að aka mjög hægt. Þau hafa ekki mikinn hámarksökuhraða á beltunum ca. 35-40 km en hægja hinsvegar ekki mikið á sér þegar færi þyngist.

Þá þykir þeim bensín mjög gott þegar komið er á beltin.

Frábær sumartúr í fínu veðri.

Myndir á myndasíðu og nánari skýrsla verður sett undir "gögn"

—————-
Texti m. mynd: Skíðamaður,kettlingar og jeppi í miðnæturþoku.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson