Samæfing Undanfara var haldin af Hafnfirðingum í gær við Kleifarvatn. Verkefnið fólst í að bjarga þremur vatnamælingarmönnum sem héngu misslasaðir í línum utan í kletti úti í vatninu. Öllum þremur mönnunum var bjargað fagmannlega með samvinnu undanfaraflokka höfuðborgarsvæðisins, slökkviliðsins og bátaflokka.
Undanfarar HSSR fjölmenntu að vanda og stóðu sig með prýði.
Myndavélin gleymdist heima svo ég skelli bara inn fallegri mynd af landinu okkar, stað sem virkilega er vert að skoða.
—————-
Texti m. mynd: Farið og Hagavatn
Höfundur: Brynja Björk Magnúsdóttir