Sæl verið þið.Dagana 5-7. sept fer Unglingamótið Saman fram í Básum. Mót þetta er haldið af björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu fyrir skáta og ungliða á aldrinum 16-18 ára. Mótinu er ætlað að kynna björgunarsveitarstarf fyrir unglingunum ásamt því að vera skemmtilegur vetvangur fyrir fólk til að kynnast.
HSSR hefur tekið þátt í þessu móti undanfarin ár, hlutverk okkar er fyrst og fremst að sjá um pósta í björgunarpóstaleik á laugardeginum, ásamt því að aðstoða við annað sem kemur upp. Þetta er bráðskemmtilegt mót svo við hvetjum alla til að taka þátt. Þarna gefst mjög gott tækifæri til að kynnast fólki úr örðum sveitum sem og að veiða inn verðandi félaga.
Boðið verður uppá grillveislu og ýmistlegt fleira skemmtilegt, við þurfum ekki að borga neitt. Að gefnu tilefni er bent á að fulltrúar hjálparsveitanna þurfa að vera fullgildir félagar. Nýliðar sem eru á aldrinum 17-18 ára mega hins vegar taka þátt sem almennir þátttakendur, en þurfa þá að greiða mótsgjald.
Dagskrá mótsins er að finna hér: http://www.skatar.is/gogn/pdf/2008/Saman-08-dagskrá.pdf
Skráning er hjá Baldri á skatinn@skatinn.net eða í síma 8624847, þar er jafnframt hægt að fá nánari upplýsingar.
Kv Baldur
—————-
Höfundur: Baldur Gunnarsson